Meistarmót Íslands í badminton fór fram í TBR húsinu um helgina. Níu keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar unnu til verðlauna á mótinu, átta silfurverðlaun og tvo Íslandsmeistaratitla.
Í meistaraflokki varð Erla Björg Hafsteinsdóttir Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni úr TBR. Hún vann einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik kvenna en þar lék hún með Snjólaugu Jóhannsdóttur úr TBR. Erla Björg hefur tvisvar áður unnið Íslandsmeistaratitil í flokki bestu badmintonspilara landsins er hún sigraði í tvíliðaleik árin 2009 og 2014.
Í einliðaleik í A-flokki kvenna mættust tveir BH-ingar í úrslitum, Halla María Gústafsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Svo fór að Halla María sigraði og tryggði sér þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki en Sólrún fékk silfrið.
Í B-flokki fengu sex BH-ingar silfurverðlaun. Steinþór Emil Svavarsson og Gabríel Ingi Helgason í tvíliðaleik karla, Anna Ósk Óskarsdóttir og Ingunn Gunnlaugsdóttir í tvíliðaleik kvenna og Kristján Kristjánsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir í tvenndarleik.
Til hamingju með flottan árangur BH-ingar.
Comments