Reykjavíkurmót fullorðinna fór fram um helgina í TBR húsunum. BH-ingar stóðu sig vel að venju. Ellefu unnu til verðlauna og náði Erla Rós Heiðarsdóttir þeim flotta árangri að sigra tvöfalt í B-flokknum. Því miður var nokkuð um meiðsli og veikindi hjá okkar fólki og því óvenju margir leikir sem þurfti að gefa.
Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:
Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða og 2.sæti í tvenndar í A-flokki
Steinþór Emil Svavarsson, 1.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Orri Örn Árnason, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Valgeir Magnússon, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Sara Bergdís Albertsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Freyr Víkingur Einarsson, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Þorleifur Fúsi Guðmundsson, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki
Sigríður Theodóra Eiríksdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Kristján Ásgeir Svavarsson, 2.sæti í einliðaleik í B-flokki
Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir hér á Facebook síðu TBR.
Comments