top of page
Search

Duglegir BH-ingar á SET móti KR

Helgina 12.-13.október fór SET mót unglinga fram í KR heimilinu við Frostaskjól. Keppt var í einliðaleik í unglingaflokkum og tóku 35 BH-ingar þátt. Okkar fólk stóð sig vel en nokkuð mörg voru að keppa á sínu fyrsta móti.


Eftirfarandi BH-ingar náðu þeim flotta árangri að sigra sína riðla og óskum við þeim til hamingju:


  • Kári Bjarni Kristjánsson, U13B

  • Daniel Schuldeis, U13C

  • Baldur Samir Hasan, U15A

  • Birnir Hólm Bjarnason, U15B


Úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af keppendum BH hér á Facebook.



Hluti af U11 krökkunum okkar en í þeirra flokki var ekki keppt til úrslita heldur fengu öll verðlaun fyrir góðan árangur
Hluti af U11 krökkunum okkar en í þeirra flokki var ekki keppt til úrslita heldur fengu öll verðlaun fyrir góðan árangur


Comments


bottom of page