Á sunnudaginn fer Lottó dansmótið fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Því færast æfingar yfir á laugardag og opni tíminn fellur niður. Æfingarnar verða á sama tíma og venjulega, U9 með foreldrum kl.10-11, U13-U15 kl.11-12 og U15-U19 tvíliðaleiksspil kl.12-14. Enginn opinn tími þessa helgina.
Vetrarmót unglinga fer fram í TBR húsunum um helgina þar sem 35 BH-ingar taka þátt. Keppt verður í einliðaleik á laugardaginn og tvenndarleik á sunnudaginn. Hægt er að skoða niðurröðun í riðla hér á tournamentsoftware.com Dagskrá mótsins er eftirfarandi og þurfa leikmenn að mæta 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma í hús til að hita upp:
LAUGARDAGUR
Einliðaleikur U13 Hnokkar: Kl. 9:00
Einliðaleikur U13 Tátur: Kl. 11:00
Einliðaleikur U15 Meyjar: Kl. 11:00
Einliðaleikur U15 Sveinar: Kl. 13:00
Einliðaleikur U17-19 Drengir-Piltar: Kl. 15:00
Einliðaleikur U17-19 Telpur-Stúlkur: Kl. 15:00
SUNNUDAGUR
Tvenndarleikur í öllum greinum hefst kl. 10:00
Allir skráðir þátttakendur eiga að vera búnir að fá upplýsingar um fyrirkomulag mótsins í gegnum Sportabler. Hafið samband í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is eða síma 8686361 ef eitthvað er óljóst.
Góða badmintonhelgi :)

Comments