top of page
Search

Dagskráin um helgina

Updated: May 8, 2021

Um helgina fara Snillingamót BH og Bikarmót BH fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Um 50 krakkar taka þátt í Snillingamótinu þar sem keppt er í U9 og U11 flokkunum og um 80 í Bikarmótinu þar sem keppt verður í U13-U19.


Gróf dagskrá helgarinnar verður eftirfarandi:


Laugardagur 8.maí

kl.09:00-10:45 - Snillingamót U9 - fædd 2012 og síðar

kl.11:25-17:00 - Bikarmót U13 - fædd 2009 og 2008


Sunnudagur 9.maí

kl.09:00-10:45 - Snillingamót U11 - fædd 2010 og 2011

kl.11:25-17:00 - Bikarmót U15-U19 - fædd 2007-2002


Á Snillingamótinu verður keppt á hálfum velli og fá allir þátttakendur amk 4 lotur upp í 21. Einstaka leikir eru ekki tímasettir heldur mæta allir á sama tíma og enda á sama tíma. Mæting er eigi síðar en 9:00 og fá allir sumarglaðning í mótslok sem verða um kl.10:45.


Á Bikarmótinu verður keppt á heilum velli og fá allir 3-4 fulla leiki þ.e. vinna þarf tvær lotur í 21. Ekki er keppt milli riðla heldur fær sigurvegari í hverjum riðli verðlaun og allir þátttökuverðlaun. Tímasetningar einstakra leikja hjá hverjum keppanda má finna hér á tournamentsoftware.com. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og gætu raskast eitthvað ef mikið verður um langa leiki. Keppendur eru beðnir að mæta ekki í hús fyrr en í fyrsta lagi 10:55 til að ekki verði blöndun við hópinn sem keppir fyrst um morguninn. Eftir hvern leik verður kastað uppá hvor telur í næsta leik á vellinum á eftir. Að lokinni keppni í hverjum riðli verða afhent verðlaun.


Áhorfendur


Tveir áhorfendur mega koma í hús og fylgjast með hverjum keppanda. Leikskólabörn teljar ekki með í fjölda og mega því koma með foreldrum. Áhorfendur ganga inn um inngang sem snýr að kirkjunni. Þar tekur á móti þeim starfsmaður sem skráir nafn, kennitölu og símanúmer viðkomandi og veitir upplýsingar um sætisnúmer. Áhorfendur þurfa að vera með grímu og halda sig í sínum sætum á meðan fylgst er með keppninni. Þeir mega þó gjarnan fara út og fá sér frískt loft og koma inn aftur í sömu sæti.


Keppendur og þjálfarar


Keppendur og þjálfarar nota annan inngang en áhorfendur. Þeir ganga inn um inngang sem snýr að sjónum. Búningsklefar eru opnir fyrir þá sem vilja. Þjálfarar eru vinsamlega beðnir að vera með grímur og keppendur skulu einnig bera grímur utan vallar ef ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægðarmörk við ótengda.


Forföll


Mikilvægt er að láta vita sem fyrst ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll á netfangið bhbadminton@hotmail.com eða síma 8686361.


Sjáumst hress í Strandgötunni!






Comments


bottom of page