Um helgina fara tvö mót fram í TBR húsunum og niðurröðun og tímasetningar komnar inná tournamentsoftware.com.
Haustmót TBR
Haustmótið hefst klukkan 17:00 föstudaginn 20.september og eru áætluð mótslok um klukkan 21:30. Keppt er í tvíliðaleik með forgjöf og má finna niðurröðun og tímasetningar hér á tournamentsoftware.com. Þetta er skemmtimót og því verður BH ekki með þjálfara á staðnum. Mótsgjaldið er 2.500 krónur og þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en um helgina: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Reykjavíkurmót unglinga
Keppni á Reykjavíkurmótinu fer fram bæði laugardaginn 21.september og sunnudaginn 22.september og hefst klukkan 10:00 báða dagana. Hér á tournamentsoftware.com má finna niðurröðun og tímasetningar. Þjálfari BH á staðnum er Kjartan Valsson og er mikilvægt að láta hann vita í síma 8974184 ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll. Mótsgjöld eru 1.800 krónur á mann í einliðaleik og 1.700 krónur á mann tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggið mótsgjöldin inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.
Hefðbundnar æfingar og opnir tímar verða í Strandgötu bæði föstudag og sunnudag og því hvetjum við þau sem eru ekki að keppa til að nýta sér það. Einnig minnum við á að það verður útsala á Forza fatnaði sem er að hætta í framleiðslu á sunnudag klukkan 11-15. Tilvalið að koma og gera góð kaup.
Góða helgi!
Comments