top of page
Search

Dagskráin um helgina

Um helgina er mikið um að vera hjá BH-ingum. Stór hópur er að fara til Siglufjarðar að keppa á föstudaginn og þá er einnig hópur að fara á landsliðsæfingu í TBR húsinu. Vegna þessa falla æfingar keppnishópa kl.17-19 á föstudaginn niður og opinn tími færist fram um tvær klukkustundir.

Dagskráin í Strandgötu um helgina.

Föstudagur 28.september kl.12:15 - Siglufjarðarhópur mætir í Strandgötu kl.12:30 - Rútan fer af stað til Siglufjarðar kl.16:00 - Æfing hjá U11-U13 kl.17:00 - Opinn tími - allir velkomnir kl.19:00 - Íþróttahúsið í Strandgötu lokar

Sunnudagur 30.september kl.10:00 - U9 æfa með foreldrum kl.11:00 - U11-U13 æfing kl.12:00 - U15-U19 æfing kl.13:00 - Opinn tími - allir velkomnir kl.15:00 - Íþróttahúsið í Strandgötu lokar

Niðurröðun og tímasetningar fyrir Unglingamót TBS á Siglufirði er komin á tournamentsoftware.com. Keppni hefst klukkan 9:00 báða dagana og eru áætluð mótslok um klukkan 15 á sunnudaginn. Þá verður keyrt beint í bæinn og er áætluð koma í Strandgötun um klukkan 22.

Comentários


bottom of page