Search

Dagskráin um helgina

Það er mikið um að vera hjá BH-ingum um helgina. Fyrir utan hefðbundnar æfingar á föstudag og sunnudag eru tvö mót á dagskránni.

Haustmót TBR

Fjórir BH-ingar taka þátt í Haustmóti TBR í TBR húsunum föstudagskvöldið 21.september. Keppni hefst klukkan 18:00 og eru áætluð mótslok um klukkan 22.

Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com Mótsgjaldið er 3.000 krónur á mann og þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: 0545-26-5010 kt. 501001-3090.

Reykjavíkurmót unglinga

30 BH-ingar taka þátt í Reykjavíkurmóti unglinga í TBR húsinu laugardaginn 22.september. Keppni hefst klukkan 10:00 og má búast við að mótslok verði um klukkan 18.

Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com Mótsgjaldið er 1.800 krónur fyrir einliðaleik og 1.500 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik. Leggja þarf gjaldið inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: 0545-26-5010 kt. 501001-3090.

Þjálfari BH á staðnum verður Kjartan Valsson (s. 897 4184). Mikilvægt er að láta hann vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.

Góða helgi kæru félagar!

riotinto.jpg
lottó.jpg
willianoghalls.png
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg