top of page
Search

Dagskráin á Akranesi um helgina

Landsbankamót ÍA fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi um helgina. 40 BH-ingar taka þátt í mótinu.


U11 og U13 flokkarnir keppa á laugardaginn og U15-U19 á sunnudaginn. Keppni hefst klukkan 9:00 báða dagana. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar og mikilvægt að vera mætt í hús amk 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma.


Íþróttahúsið við Vesturgötu er bæði hnetu- og fiskifrítt hús og því má ekki koma með neina matvöru sem inniheldur hnetur eða fisk í húsið. Einnig er vakin athygli á því að það eru framkvæmdir í húsinu og þess vegna eru því miður engir búningsklefar fyrir keppendur.


Mótsgjöld eru 2000 kr í einliðaleik og 1800 kr í tvíliða- og tvenndarleik í U13-U19. Einliðaleikur í U11 kostar 1000 kr. Vinsamlega leggið mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Kjartan Ágúst Valsson verður þjálfari BH á mótinu. Mjög mikilvægt er að láta hann vita í síma 8974184 ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun um helgina. Áfram BH!


Landsbankamót ÍA fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi

Comments


bottom of page