top of page
Search

Borðtennisfólk heiðrað

  • annaliljasig
  • Apr 5
  • 2 min read

Fjórir leikmenn og einn þjálfari Borðtennisdeildar BH fengu gullmerki BH á föstudaginn. Það voru þau Erla Björg Hafsteinsdóttir, formaður BH, og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem mættu óvænt á æfingu hjá deildinni og veittu viðurkenningarnar.


Eftirfarandi hlutu viðurkenninguna:


Harriet Cardew

Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki árið 2020.


Birgir Ívarsson

Sigraði í tvíliðaleik karla í meistaraflokki ásamt Magnúsi Gauta Úlfarssyni á Íslandsmótinu núna í febrúar en einnig árin 2020, 2021 og 2024. Fjórir titlar samtals í efsta flokki.


Sól Kristínardóttir Mixa

Sigraði í einliðaleik í meistaraflokki 2024, tvíliðaleik 2020 og 2024 og tvenndarleik á Íslandsmótinu í ár og árið 2020. Fimm titlar samtals í efsta flokki.


Magnús Gauti Úlfarsson

Hann sigraði í einliðaleik á Íslandsmótinu 2018, 2019 og 2021, tvenndarleik 2020 og 2025 með Sól og tvíliðaleik 2019, 2020, 2021 og 2025 með Birgi. Níu titlar samtals í efsta flokki.


Tómas Ingi Shelton

Hefur verið leikmaður hjá BH frá því borðtennisdeildin var stofnuð árið 2009 og þjálfari síðan haustið 2012. Hann hefur sinnt miklu sjálfboðastarfi fyrir félagið og óþreytandi að bjóða uppá aukaæfingar og aðstoð.


Gullmerki BH er heiðursmerki sem veitt er fyrir vel unnin störf eða annað sem ástæða þykir til að heiðra. Það hefur verið hefð í BH að veita þeim einstaklingum sem vinna Íslandsmeistaratitil einstaklinga eða para í efsta flokki gullmerki. Þessi hefð hófst árið 2009 og vill svo skemmtilega til að Erla Björg sem er formaður félagsins í dag fékk þá gullmerki fyrir fyrsta Íslandsmeistaratitil BH í meistaraflokki í badminton. Síðasta vor var Gerda síðan heiðruð en hún vann einliða og tvíliðaleik kvenna í badminton efsta flokki 2023 og 2024.


Erla og Valdimar fylgdust að lokinni athöfn með síðustu æfingu karla og kvennaliðs félagsins fyrir úrslitakeppni Íslandsmótsins í liðakeppni sem fram fór um helgina. Gaman að segja frá því að keppnin gekk heldur betur vel, kvennaliðið varð Íslandsmeistari og rauf þar með 35 ára sigurgöngu KR og Víkinga, og karlaliðið varð í 2.sæti eftir naumt 3-2 tap fyrir liði Víkings.


Til hamingju glæsilega borðtennisfólk.


Gullmerkjahafar úr borðtennisdeild, Harriet, Sól, Birgir, Magnús og Tómas.
Gullmerkjahafar úr borðtennisdeild, Harriet, Sól, Birgir, Magnús og Tómas.

Gullmerkjahafar ásamt bæjarstjóra og forsvarsfólki félagsins. Anna Lilja, framkvæmdastjóri, Valdimar, bæjarstjóri, Harriet, Sól, Birgir, Magnús, Tómas, Erla Björg, formaður BH, og Ingimar, varaformaður BH.
Gullmerkjahafar ásamt bæjarstjóra og forsvarsfólki félagsins. Anna Lilja, framkvæmdastjóri, Valdimar, bæjarstjóri, Harriet, Sól, Birgir, Magnús, Tómas, Erla Björg, formaður BH, og Ingimar, varaformaður BH.

 
 
 

Comments


RioTinto_2017_Red_CMYK.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþr�óttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page