top of page
Search

Bingó á sunnudaginn

Sunnudaginn 7.nóvember bjóðum við öllum börnum og unglingum sem æfa badminton hjá BH í bingó í veislusalnum okkar á 2.hæð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Við byrjum að spila kl.11:00 og reiknum með að vera í u.þ.b. klukkutíma. Kostar ekkert að taka þátt og að sjálfsögðu eru verðlaun í boði. Engin þörf á að skrá sig, bara mæta kl.11.


Þennan sama dag falla allar æfingar niður vegna dansmóts í íþróttahúsinu. Æfingar munu einnig falla niður 12.-14.nóvember vegna Meistaramóts BH og RSL. Því bjóðum við uppá þennan auka viðburð í staðinn.


Vonum að sem flestir geti komið og skemmt sér með okkur í bingó.Comments


bottom of page