top of page
Search

Bikarmót BH um helgina

Bikarmót BH fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um næstu helgi. Keppt verður í einliðaleik í riðlum og fær sigurvegarinn í hverjum riðli bikar. Allir sem taka þátt fá glaðning.


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:

Föstudagur 26.apríl U17-U19 drengir- piltar kl.17:00-21:30 U19 stúlkur kl.17:00-20:00

U17 telpur kl.17:30-22:00 Laugardagur 27.apríl U15 sveinar kl.9:00-13:30 U15 meyjar kl.9:00-12:30 U13 tátur kl.12:20-16:45 U11 snótir kl.12:45-17:00 Sunnudagur 28.apríl U11 snáðar kl.9:00-13:30 U13 hnokkar kl.13:00-17:00


Athugið að vegna mótsins falla allar æfingar niður föstudag og sunnudag. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com. Tímasetningar eru til viðmiðunar, reynt verður að keyra mótið eins hratt og hægt er en ef margir leikir fara í oddalotu gæti dagskrá tafist eitthvað. Gott er að mæta eigi síðar en 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma í hús og fara ekki fyrr en keppni er lokið í riðlinum nema tala við þjálfara fyrst. Keppendur þurfa að skiptast á að telja og eru foreldrar hvattir til að aðstoða við það því það verður frekar stutt á milli leikja.  Mælum með að allir taki með sér hollt og gott nesti, vatnsbrúsa og íþróttabuxur og peysu til að fara í á milli leikja. Mótsgjaldið er 2.000 kr á mann og þurfa BH-ingar að leggja það inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010 kt. 501001-3090. Keppendur annarra félaga greiða sínu félagi. Þjálfari BH á mótinu verður Kjartan Valsson. Mikilvægt er að láta hann vita í síma 897 4184 ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll. Góða skemmtun og gangi ykkur vel.Comments


bottom of page