top of page
Search

BH-ingar með 12 verðlaun á Íslandsmóti öldunga

Íslandsmót öldunga 35 ára og eldri fór fram í Strandgötu um helgina. Badmintonsamband Íslands hélt mótið í samvinnu við BH. Um 50 leikmenn frá 5 félögum tóku þátt í mótinu þar af 16 frá BH. Okkar fólk stóð sig vel og vann til 12 verðlauna.


Íslandsmeistarar BH voru eftirfarandi:


  • Anna Lilja Sigurðardóttir, tvíliðaleikur kvenna 45+A

  • Svavar Ásgeir Guðmundsson, tvenndarleikur 45+B og tvíliðaleikur 35+B

  • Kári Þórðarson, tvenndar og tvíliðaleikur 35+B

  • Sólveig Ósk Jónsdóttir, tvenndarleikur 45+B

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, tvenndarleikur 35+B


Silfurverðlaunahafar BH voru eftirfarandi:


  • Sigríður T. Eiríksdóttir, tvenndarleikur 45+B

  • Guðjón Ingi Guðmundsson, tvenndarleikur 45+B

  • Áslaug Sigurðardóttir, tvíliðaleikur 35+B

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, einliða- og tvíliðaleikur 35+B


Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir af verðlaunahöfum BH má finna hér en myndirnar tók Arnór Tumi Finnsson. Frétt um mótið á badminton.is.



Verðlaunahafar í 45+B flokknum í tvenndarleik komu allir úr BH. Frá vinstri Svavar, Sólveig, Sigga og Guðjón.
Verðlaunahafar í 45+B flokknum í tvenndarleik komu allir úr BH. Frá vinstri Svavar, Sólveig, Sigga og Guðjón.

Comentários


bottom of page