top of page
Search

BH-ingar á ferð og flugi

Badmintonleikmenn í keppnishópum BH hafa margir verið duglegir að æfa í sumar til að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil. Sumir voru svo heppnir að komast út fyrir landssteinana í skemmtileg verkefni.


Þrír BH-ingar fóru í GSB Camp æfingabúðir hjá Greve Strand Badminton klub í Danmörku í lok júlí. Það voru þeir Hákon Kemp, Lúðvík Kemp og Sölvi Leó. Fjölmargir Íslendingar hafa farið í æfingabúðir til Danmerkur á sumrin og verið ánægðir með dvölina. Hvetjum áhugasama leikmenn til að setja slíka ferð á óskalistann sinn.


Landsliðsþjálfarar völdu 10 leikmenn til að taka þátt í North Atlantic Camp í Færeyjum í byrjun ágúst. Um er að ræða æfingabúðir og mót fyrir leikmenn í U15 og U17 flokkunum. Fimm BH-ingar voru valdir í ferðina þau Birkir Darri Nökkvason, Elín Helga Einarsdóttir, Dagur Örn Antonsson, Lena Rut Gígja og Rúnar Gauti Kristjánsson.


Í lok ágúst fóru þau Róbert Ingi Huldarsson og Una Hrund Örvar til Lettlands ásamt hóp íslenskra landsliðsspilara. Þar taka þau þátt í Viktor Latvia International sem er mót á Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista. Hægt er að fylgjast með gengi þeirra hér á tournamentsoftware.com.



Róbert Ingi og Una Hrund
Róbert Ingi og Una Hrund




Comments


bottom of page