top of page
Search

Badmintonveisla í Laugardalnum næstu daga

Alþjóðlega badmintonmótið RSL Iceland International hefst í TBR húsunum við Gnoðarvog á morgun fimmtudaginn 25.janúar og stendur fram á sunnudag. Allt besta badmintonfólk landsins tekur þátt ásamt um 160 öflugum erlendum keppendum frá 36 löndum. Íslenskir keppendur eru 35 talsins, þar af 14 frá BH. Mótið er hluti af Reykjavíkurleikunum en einnig á mótaröð Badminton Europe og gefur stig á heimslistanum. Það er því sannkölluð badmintonveisla framundan í Laugardalnum og hvetjum við öll til að mæta og fylgjast með spennandi keppni.


Gróf dagskrá mótsins er eftirfarandi:


  • Fimmtudagurinn 25 janúar kl.9-20 - Undankeppni í einliðaleik

  • Föstudagurinn 26.janúar kl.9-18 - Fyrstu umferðir í öllum greinum

  • Laugardagurinn 27.janúar kl.9 - Sextánliða úrslit - kl.16 - Átta liða úrslit

  • Sunnudagurinn 28.janúar kl.9 - Undanúrslit - kl.16 - Úrslit


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja er hægt að finna hér á tournamentsoftware.com. Nánari upplýsingar og fréttir um mótið er hægt að finna á badminton.is og samfélagsmiðlum Badmintonsambands Íslands.


Fjölmargir BH-ingar munu starfa við línuvörslu, dómgæslu, þjálfun o.fl. í tengslum við mótið næstu daga. Vegna þess mun Fimmtudagsspilið falla niður en aðrar æfingar halda sér í Strandgötu og það verður opinn tími fyrir BH-inga og fjölskyldur á sunnudag kl.13-15.


BH-ingurinn Gerda Voitechovskaja á RSL Iceland International 2020
BH-ingurinn Gerda Voitechovskaja á RSL Iceland International 2020


コメント


bottom of page