top of page
Search

Badminton í vetrarfríinu

Updated: Feb 21

Dagana 22. og 23.febrúar er vetrarfrí í öllum skólum í Hafnarfirði. Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður börnum, unglingum og foreldrum sem eru í bænum í vetrarfríinu að koma og prófa badminton í íþróttahúsinu við Strandgötu þessa daga.


Opnir tímar fyrir börn og foreldra sem ekki eru skráð í félagið verða fimmtudaginn 22.febrúar og föstudaginn 23.febrúar kl.13:00-15:00. Mikilvægt er að skrá sig í þessa tíma þar sem pláss er takmarkað en aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram hér í Sportabler.


Opnir tímar fyrir skráða iðkendur hjá BH og foreldra þeirra verða fimmtudaginn 22.febrúar og föstudaginn 23.febrúar kl.10:00-12:00. Einnig verða hefðbundnir æfingatímar samkvæmt æfingatöflu seinnipart dags þessa báða daga fyrir skráða iðkendur. Vinsamlega merkið við mætingu í Sportabler.


Þjálfarar BH verða á staðnum báða dagana og taka vel á móti öllum. Spaðar og kúlur verða til láns fyrir þau sem þurfa.


Frítt verður í sund í Hafnarfirði þessa daga og ýmislegt skemmtilegt um að vera sem við hvetjum fólk til að kynna sér hér á vef Hafnarfjarðarbæjar.
Comments


bottom of page