top of page
Search

Búninga, spaða og netpöntun

Félagsbúningar Badmintonfélags Hafnarfjarðar koma frá RSL á Íslandi. Á vefnum rsl.is er hægt að skoða glæsilegt úrval þeirra af badmintonvörum. Þar fá BH-ingar alltaf 20% afslátt með því að nota afsláttarkóðann BH.


Þessa dagana er í gangi hóppöntun á RSL vörum og þarf að panta í síðasta lagi þriðjudaginn 4.maí til að vera með. Vörurnar verða afhentar föstudaginn 14.maí.


Kosturinn við að taka þátt í hóppöntun er að þá er hægt að fá boli nafnamerkta, 25% afslátt af spöðum og flott frístandandi net og kúlur til að nota úti í sumar. Smelltu hér til að panta.


Flestar stærðir af bolum og peysum eru til í Strandgötu og hægt að tala við starfsfólk í afgreiðslu og fá að máta. Einnig hægt að kíkja í heimsókn til RSL í Skútuvogi 12b, 2.hæð mánudaginn 3.maí milli kl.16 og 18 til að skoða vörur og máta.


Meistaraflokkur BH

Comments


bottom of page