Meistaramót Íslands fór fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu um helgina og sáu BSÍ og BH í sameiningu um framkvæmd mótsins.
Mikið kapp var lagt í að gera umgjörðina eins glæsilega og hægt var fyrir besta badmintonfólk landsins. Spilað var á nýjum keppnismottum sem Hafnarfjarðarbær gaf félaginu. Nýir dómarastólar voru teknir í notkun á mótinu sem félagsmenn í BH og velunnararar söfnuðu fyrir og þeir Sebastían og Ingvar smíðuðu fyrir félagið. Þá hannaði Róbert Ingi sem spilar fyrir hönd BH í meistaraflokki hugbúnað til að sýna nöfn leikmanna og stöðu í leikjum á skjá á öllum völlum og kom sérstaklega vel út. Tugir félagsmanna í BH komu að því að setja upp keppnismottur, aðstoða við tæknimál, dæma og telja leiki, undirbúa, þjálfa, ganga frá að móti loknu og aðstoða á ýmsan annan hátt. Frábær liðsheild sem skilaði af sér vel framkvæmdu móti.
BH-ingar stóðu sig ekki bara vel utan vallar því átta Íslandsmeistaratitlar unnust um helgina og sjö silfurverðlaun. Erla Björg Hafsteinsdóttir sigraði í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki ásamt Drífu Harðardóttir frá ÍA en þetta er fjórði Íslandsmeistartitill Erlu fyrir BH. Þá sigraði Gabríel Ingi Helgason þrefalt í B-flokki þ.e. einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.
Verðlaunahafar BH á mótinu voru:
Erla Björg Hafsteinsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki
Irena Ásdís Óskarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í A-flokki og 2.sæti í tvenndarleik í B-flokki
Anna Lilja Sigurðardóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í A-flokki
Valgeir Magnússon, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Orri Örn Árnason, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki
Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliða- og tvenndarleik í B-flokki
Anna Ósk Óskarsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik í B-flokki
Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í B-flokki
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Karítas Perla Elídóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Nánari úrslit mótsins má finna á tournamentsoftware.com.
Á síðasta degi mótsins var boðið upp á kaffi og kökur í tilefni af 60 ára afmæli BH á árinu 2019. Fjölmargir lögðu leið sína í Strandgötuna og var frábær stemning í stúkunni þegar úrslitaleikirnir fóru fram.
Takk fyrir helgina og til hamingju með góðan árangur.
Comentários