top of page
Search

Atlamót ÍA og RSL um helgina

Um helgina taka 24 BH-ingar þátt í Atlamóti ÍA og RSL á Akranesi. Keppt verður í fullorðinsflokkum og fer keppni í tvíliða- og tvenndarleik fram á laugardag og einliðaleik á sunnudag. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com. Óskað er eftir að leikmenn séu mættir í hús eigi síðar en 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma þar sem leikir gætu verið kallaðir fyrr upp.


Vegna framkvæmda í íþróttahúsinu verður ekki hægt að fara í klefa og sturtu en Badmintonfélag Akraness ætlar að bjóða þátttakendum og fylgdarliði í náttúrulaugina Guðlaugu á Langasandi eftir keppni á laugardag. Það verður opið til 19:30 í pottinum og klefum (venjuleg opnun er til 18)

Þau sem ætla í laugina og mögulega sjóinn þurfa að taka með sér sundföt og handklæði.


Athugið að Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt húsnæði. Það er stranglega bannað að koma með eitthvað sem inniheldur hnetur og fisk, t.d. hnetusmjör, corny, orku/próteinstykki sem innihalda hnetur, honeynut cheerios, harðfisk, svo eitthvað sé nefnt.


Mótsgjöld eru 3000 kr á mann í hverja grein og þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun.


Ein gömul og góð mynd frá Atlamóti 2013. Róbert Ingi í 1.sæti í einliðaleik.


Comments


bottom of page