top of page
Search

Afbragðs árangur á Akranesi

Landsbankamót ÍA fór fram á Akranesi um helgina. Mótið var mjög fjölmennt en 157 leikmenn voru skráðir til keppni þar af 33 BH-ingar. Keppt var í U11-U17 flokkum unglinga og náði okkar fólk afbragðs árangri. Spiluðu marga góða leiki og tóku 21 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna:

 • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U13

 • Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti einliðaleik og 1.sæti í tvíliðaleik í U13

 • Laufey Lára Haraldsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U13

 • Birnir Hólm Bjarnason, 1.sæti í einliðaleik í aukaflokki U13

 • Birnir Breki Kolbeinsson, 1.sæti í einliðaleik í aukaflokki í U13B

 • Sölvi Leó Sigfússon, 2.sæti í einliðaleik í aukaflokki í U13B

 • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvenndarleik í U15

 • Rúnar Gauti Kristjánsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U17 og tvenndarleik í U15

 • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliða- og tvenndarleik í U17

 • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í U17

 • Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í tvíliðaleik í U17

 • Þórdís María Róbertsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í aukaflokki U17

 • Yuna Ír Thakham, 2.sæti í einliðaleik í aukaflokki U17

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir hér á Facebook.


Þessi flottu kepptu í U11 flokknum fyrir hönd BH á Landsbankamótinu og fengu fallega lyklakippu til styrktar Einstökum börnum.Comments


bottom of page