Aðalfundur Badmintonfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 27.maí kl.20:00 í Álfafelli, sal á annari hæð Íþróttahússins við Strandgötu.
Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins eftirfarandi:
Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.
Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.
Lagabreytingar.
Aðrar tillögur.
Ákveðin árgjöld.
Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.
Kosinn formaður.
Kosnir aðrir stjórnarmenn.
Kosnir tveir skoðunarmenn.
Önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Comments