top of page
Search

Aðalfundur 28.mars

Updated: Mar 29

Aðalfundur Badmintonfélags Hafnarfjarðar 2023 var haldinn þriðjudagskvöldið 28.mars kl.20:30 í Álfafelli, borðtennis og veislusal BH á 2.hæð í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Frímann Ari Ferdinandsson var fundarstjóri.


Á fundinum var ársskýrsla og ársreikningar ársins 2022 kynntir fyrir félagsmönnum ásamt fjárhagsáætlun ársins 2023. Árið 2022 var ár endurreisnar eftir heimsfaraldur með metfjölda keppnisferða og viðburða. Íþróttalega gekk árið mjög vel, góð skráning í flest alla hópa, flott þátttaka í starfinu og fínn árangur á mótum. Hinsvegar varð mikið tap á rekstri félagsins sem þarf að laga og vegur þar stærst hærri kostnaður við rekstur íþróttahússins við Strandgötu en reiknað hafði verið með. Smellið hér til að skoða ársskýrslu og ársreikning félagsins fyrir árið 2022.


Allir meðlimir aðalstjórnar og stjórnar badmintondeildar voru kjörnir áfram til stjórnarsetu næsta starfsár þar á meðal formaðurinn Hörður Þorsteinsson sem nú er að hefja sitt 33.ár sem formaður félagsins. Sandra Dís Guðmundsdóttir og Jónína Loftsdóttir komu nýjar inn í stjórn borðtennisdeildar í staðinn fyrir þau Mími Mixa og Erlu Erlendsdóttur sem við þökkum fyrir þeirra störf fyrir félagið. Smellið hér til að skoða upplýsingar um stjórnarfólk félagsins.


Á fundinum var ákveðið að fara í endurskoðun á lögum félagsins og ljúka því fyrir næsta aðalfund. Þá tilkynnti formaður að unnið væri að því að gera félagið að Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Árið 2009 varð badmintondeildin Fyrirmyndardeild ÍSÍ en endurnýjaði ekki umsóknina að fjórum árum liðnum. Nú stefna báðar deildir að því að verða Fyrirmyndardeildir og félagið þar með Fyrirmyndarfélag fyrir lok apríl.


Hörður Þorsteinsson að hefja sitt 33. ár sem formaður BHFrímann Ari Ferdinandsson var fundarstjóri á aðalfundinum.


Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson formaður borðtennisdeildar kom með tillögu um að uppfæra lög félagsins fyrir næsta aðalfund.

bottom of page