Fyrsta unglingamót vetrarins, Reykjavíkurmeistaramót barna og unglinga, fór fram í TBR húsunum um helgina. Keppt var í U11-U19 A flokkum barna og unglinga. 30 BH-ingar voru skráðir til þátttöku en eitthvað var um forföll vegna veikinda og meiðsla. Allir stóðu sig vel og komu 18 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn.
Verðlaunahafar BH:
Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í U13
Hákon Kemp, 1.sæti í tvíliðaleik í U13
Lúðvík Kemp, 1.sæti í tvíliðaleik í U13
Laufey Lára Haraldsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13
Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U13
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U15
Björn Ágúst Ólafsson, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U15
Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvenndarleik í U15
Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í U17-U19
Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í tvenndarleik í U17-U19
Í U11 flokknum var aðeins keppt í einliðaleik og þar fengu allir keppendur viðurkenningu fyrir þáttökuna. BH-ingarnir sem tóku þátt voru Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, Daniel Schuldeis og Kári Bjarni Kristjánsson.
Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir af verðlaunahöfum BH má finna hér á Facebook.
Comments