Um helgina fór badmintonmótið TBR opið fram í TBR húsunum en keppt var í meistara, A og B flokkum fullorðinna. 18 BH-ingar tóku þátt í mótinu og stóðu sig vel. Eftirfarandi unnu til verðlauna:
Erla Björg Hafsteinsdóttir, 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í tvenndar í meistaraflokki
Steinþór Emil Svavarsson, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í einliða í A-flokki og 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í tvenndar í B-flokki
Garðar Hrafn Bendiktsson, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða og 2.sæti í tvíliða í B-flokki
Sara Bergdís Albertsdóttir, 2.sæti í einliða og 1.sæti í tvíliða í B-flokki
Lilja Berglind Harðardóttir, 1.sæti í tvenndar og 2.sæti í tvíliða í B-flokki
Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvíliða og tvenndar í B-flokki
Jón Sverrir Árnason, 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í tvenndar í B-flokki
Til hamingju verðlaunahafar!
Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com. og myndir af verðlaunahöfum á Facebook síðu TBR.
Comments