top of page
Search

12 verðlaun á Reykjavíkurmóti fullorðinna

Meistaramót Reykjavíkur í badminton fór fram í TBR húsunum um helgina. Keppt var í Úrvals, 1.deild og 2.deild fullorðinna. 27 BH-ingar voru skráðir til keppni en nokkuð var um forföll vegna veikinda. Okkar fólk stóð sig vel og unnu marga góða sigra. 12 verðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn:


  • Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í tvíliðaleik karla í Úrvalsdeild

  • Davíð Phuong Zuan Nguyen, 2.sæti í tvíliðaleik karla í Úrvalsdeild

  • Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvenndarleik í Úrvalsdeild

  • Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í einliða- og tvenndarleik í 1.deild

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Lilja Berglind Harðardóttir, 2.sæti í tvíliðaleik kvenna í 1.deild

  • Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik kvenna í 1.deild

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild

  • Jón Sverrir Árnason, 1.sæti í tvíliðaleik karla í 2.deild

  • Stefán Steinar Guðlaugsson, 1.sæti í tvíliðaleik karla í 2.deild


Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir af verðlaunahöfum má finna á Facebook síðu TBR.


Steinþór Emil og Natalía Ósk voru í 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild
Steinþór Emil og Natalía Ósk voru í 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild


Comentários


bottom of page