top of page
Search

100% mæting í Tvíliðaleiksmót BH

Tvíliðaleiksmót BH fór fram í Strandgötu laugardaginn 18.febrúar. BH ákvað að bæta þessu móti við þar sem Unglingamót Þórs féll niður í febrúar og yngri aldurshóparnir hafa fengið fá tvíliðaleiksmót í vetur.


Þátttaka var góð, 96 keppendur og 48 lið frá 6 félögum voru skráðir til keppni. Athygli vakti að engin forföll voru boðuð á mótið og því var 100% mæting. Eitthvað sem við BH-ingar munum ekki að hafi gerst áður.


Spilað var í 10 getuskiptum riðlum sem nefndir voru eftir nokkrum af bestu badmintonspilurum heims. Sigurvegarar hvers riðils fengu RSL brúsa og gjafabréf í bíó og allir þátttakendur fengu Svala í glaðning að keppni lokinni. Mikið var um jafna leiki og fjölmargir fóru í oddalotur og framlengingu. Frábær spilamennska hjá krökkunum sem voru á aldrinum 8-18 ára.

Úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af þátttakendum og verðlaunahöfum á Facebooksíðu BH.Mikil ánægja var með verðlaunin á Tvíliðaleiksmóti BH, gott að fá eitthvað sem nýtist öllum.bottom of page