top of page
Search

Þrjú mót í desember

Framundan eru mót sem við hvetjum keppnisglaða BH-inga til að kynna sér, tvö barna og unglingamót og eitt fyrir fullorðna trimmar. Hvetjum einnig iðkendur sem hafa áhuga á keppni til að kíkja á mótaskrá Badmintonsambandsins hér á badminton.is og setja mót sem þau stefna á í dagatalið hjá sér. Skráningu lýkur yfirleitt viku fyrir mót en upplýsingar um nákvæman tíma koma á vefinn okkar badmintonfelag.is um leið og upplýsingar berast.


Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um næstu mót sem hægt er að skrá sig á og neðst eru almennar upplýsingar um badmintonmót.


Ljúflingamót TBR - 10.desember 2022


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog


Flokkar: U9 og U11. Hentar fyrir þau sem skilja vel reglurnar og eru spennt að prófa að keppa.


Keppnisfyrirkomulag: Mótið hefst kl.10 báða dagana. Keppt verður í riðlum í einliðaleik en hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik. Öruggt að einliðaleikur í B flokkum verður aðeins á laugardag. Aðrar tímasetningar skýrast þegar skráning liggur fyrir.


Mótsgjöld: 200 kr (ekki innsláttarvilla)


Skráning: Skráning BH-inga fer fram í Sportabler eða með tölvupósti á bh@bhbadminton.is og lýkur mánudaginn 6.desember.Jólamót unglinga - 17.desember 2022


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog


Flokkar: U13-U19 A og B - Hentar fyrir öll getustig


Keppnisfyrirkomulag: Einliðaleikur í riðlum. Keppi hefst klukkan 10:00.


Mótsgjöld: 2.200 kr


Skráning: Skráning fer fram í Sportabler eða með tölvupósti á bh@bhbadminton.is. Skráningu lýkur laugardaginn 10.desember.Jólamót trimmara - 18.desember 2022


Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog


Flokkar: Trimmflokkur fullorðinna 18 ára og eldri sem aldrei hafa keppt í efsta flokki.


Keppnisfyrirkomulag: Keppt verður í tvíliðaleik. Leikmenn eru dregnir saman í

hverri umferð. Stefnt er á að leika 5 umferðir. Keppni hefst klukkan 11:00.


Mótsgjöld: 3.200 kr.


Skráning: Skráning fer fram á staðnum. Gott að mæta tímanlega.


Almennt um badmintonmót


Yfirlit yfir öll mót vetrarins má finna á badminton.is undir mótamál og mótaskrá.


BH-ingar sem vilja taka þátt í mótum þurfa að skrá sig á þar til gerð eyðublöð eða með tölvupósti til bh@bhbadminton.is innan skráningarfrestsins sem gefinn er upp. Mótsgjöld þarf að greiða inná reikning BH eigi síðar en daginn eftir mót: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Allir sem skrá sig á mót þurfa að kunna reglurnar nokkuð vel og treysta sér til að vera teljarar á leikjum hjá öðrum keppendum. Á lang flestum barn og unglingamótum þurfa þátttakendur að setjast upp í dómarastól að sínum leik loknum og telja stig í næsta leik á eftir.


B mót unglinga henta best fyrir krakka sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni og styttra komna, þau sem hafa unnið til verðlauna á opnum mótum mega ekki keppa þar. A mót unglinga eru erfið fyrir þau sem ekki hafa keppt áður og er ekki mælt með því að byrja á slíku móti.


Fullorðinsmót henta aðeins fyrir mjög vant keppnisfólk 15 ára og eldri. Fullorðnir ættu að byrja á að prófa að keppa í svokölluðum trimmótum en gætu svo í kjölfarið keppt í 2.deild fullorðinna.


Um að gera að leita ráða hjá þjálfurum við val á mótum.


Aldursflokkaskiptingar barna og unglinga veturinn 2022-2023 U9 - fædd 2014 og síðar U11 - fædd 2012 og 2013 U13 - fædd 2010 og 2011 U15 - fædd 2008 og 2009 U17 - fædd 2006 og 2007 U19 - fædd 2004 og 2005Comments


bottom of page