Það gekk vel hjá okkar fólki á Reykjavíkurmóti unglinga sem fram fór í TBR húsunum um helgina. 25 BH-ingar tóku þátt í mótinu og voru þjálfararnir Kjartan og Siggi þeim til halds og trausts um helgina. Níu gullverðlaun og sex silfurverðlaun komu með heim í Hafnarfjörð. Stefán Logi Friðriksson náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í U15 flokknum.
Verðlaunahafar BH voru eftirfarandi:
Erik Valur Kjartansson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í U15
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða í U15 og 2.sæti í tvenndar í U17
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliða og 2.sæti í tvíliðaleik í U15
Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvenndarleik í U15
Birkir Darri Nökkvason, 1.sæti í tvíliðaleik í U15
Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvenndarleik í U15
Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í tvíliðaleik í U19
Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliðaleik í U19
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U19
Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U19
Til hamingju með góðan árangur!
Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum hér á Facebook síðu TBR.
Comments