Um helgina fór SET mót KR fram í Frostaskjólinu. Keppt var í meistara, A og B flokki fullorðinna og tóku 20 BH-ingar þátt. 14 BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu og náði Guðmundur Adam Gígja þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í B-flokki.
Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu:
Sólrún Anna Ingvarsdóttir - 2.sæti í einliðaleik í meistaraflokki
Garðar Hrafn Benediktsson - 2.sæti í tvíliðaleik í A flokki
Kristinn Breki Hauksson - 2.sæti í tvíliðaleik og 1.sæti í aukaflokki í einliðaleik í A flokki
Kristian Óskar Sveinbjörnsson - 2.sæti í tvenndarleik í A-flokki
Irena Ásdís Óskarsdóttir - 2.sæti í tvíliða og tvenndarleik í A-flokki
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir - 2.sæti í tvíliðal. í A-flokki og 1.sæti í aukaflokki í einliða í B-flokki
Sebastían Vignisson - 2.sæti í aukaflokki í einliðaleik í A-flokki
Guðmundur Adam Gígja - 1.sæti í einliða, tvíliða- og tvenndarleik í B flokki
Jón Sverrir Árnason - 1.sæti í tvíliðaleik í B flokki
Lilja Berglind Harðardóttir - 1.sæti í tvenndarleik í B-flokki
Erla Rós Heiðarsdóttir - 2.sæti í tvenndarleik í B-flokki
Natalía Ósk Óðinsdóttir - 2.sæti í einliðaleik í B-flokki
Karítas Perla Elídóttir - 2.sæti í aukaflokki í einliðaleik í B-flokki
Kristján Ásgeir Svavarsson - 1.sæti í aukaflokki í einliðaleik í B-flokki
Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.
コメント