Landsliðsþjálfarinn Helgi Jóhannesson valdi á dögunum sex leikmenn í U19 landsliðið sem tekur þátt í Heimsmeistaramóti unglinga á Spáni í lok október. Þrír BH-ingar voru valdir í liðið: Gabríel Ingi Helgason, Guðmundur Adam Gígja og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir. Aldrei áður hefur BH átt svo stórt hlutfall leikmanna í landsliðum Íslands í badminton. Þá er Kjartan Ágúst Valsson íþróttastjóri BH einnig í þjálfarateymi liðsins á mótinu ásamt Helga landsliðsþjálfara og Gerdu þjálfara TBS.
Þátttaka leikmannanna á HM er kostnaðarsöm en hver leikmaður þarf að greiða 150.000 kr í ferðinni auk uppihalds í þær tvær vikur sem hún stendur yfir. Stjórn BH hefur ákveðið að veita hverjum leikmanni úr BH 40.000 kr styrk upp í ferðina auk 75.000 kr styrks sem félagið fær fyrir leikmenn úr afrekssjóði ÍBH.
Sendum íslenska liðinu bestu óskir um gott gengi á mótinu. Áfram Ísland!
Comments