top of page
Search

Öflugir sjálfboðaliðar

Badmintonfélag Hafnarfjarðar er ríkt af öflugum sjálfboðaliðum sem eru duglegir að leggja hönd á plóg í hinum ýmsu verkefnum.


Það þarf mikinn mannafla til að leggja niður keppnisgólfið þegar haldin eru mót í Strandgötu og ganga frá að keppni lokinni. Á bilinu 20-30 manns mæta í það verkefni 1-2 á ári. Í tengslum við mótin þarf einnig að safna verðlaunum, starfa í mótsstjórn, sinna ýmsum tæknimálum og telja leiki. Fjöldinn allur af BH-ingum tekur að sér þessi störf á hverjum vetri.


Á dögunum buðu nokkrir félagar sig fram í málningarvinnu í kjallara og anddyri Íþróttahússins við Strandgötu. Þessir nokkrir fengu nokkra aðra í lið með sér og úr varð 24 manna hópur sem vann harðri hendi frá 9 til 19 einn góðan föstudag og skiluð frábæru verki.


Síðustu mánuði hefur verið unnið að því að bæta lyftingaaðstöðuna í Strandgötu enda var hún heldur betur komin til ára sinna. Mjög margir hafa lagt hönd á plóg við það verkefni eins og t.d. að mála, leggja gólfdúk, bera þung tæki, skrúfa sundur og saman þung tæki, leita að nýjum tækjum o.fl. o.fl. Sá sem hefur verið mesta driffjöðurin í því verkefni er að öðrum ólöstuðum Sigurður Ólafsson. Það var því ákveðið að nefna lyftingasalinn í höfuðið á honum og fékk salurinn nafnið "Siggi´s cave" sunnudaginn 7.febrúar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigga í RSL bol sem honum var gefinn af þessu tilefni.


Takk fyrir frábært starf kæru félagar.


Áfram BH!


Sigurður Ólafsson fyrir framan lyftingasalinn í Strandgötu sem var nefndur í höfuðið á honum "Siggi´s Cave"

Comments


bottom of page