Það styttist óðum í Íslandsmót unglinga, hápunkt vetrarins hjá leikmönnum í unglingaflokkunum. Mótið verður haldið í TBR húsunum 14.-16.apríl og er síðasti skráningardagur mánudaginn 3.apríl. Hvetjum öll til að vera með sem hafa keppt áður, kunna vel reglurnar og treysta sér að telja hjá öðrum.
Nánar um mótið:
Íslandsmót unglinga 14.-16.apríl 2023
Staðsetning: TBR húsin við Gnoðarvog
Flokkar: U11-U19 - Keppt í bæði A og B getustigi í einliðaleik, A opið fyrir alla, Í B mega þau keppa sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum. Ekki getuskipt í tvíliða- og tvenndarleik. Þátttakendur þurfa að hafa keppt áður, kunna leikreglurnar og treysta sér til að vera teljarar í leikjum hjá öðrum keppendum til að taka þátt.
Keppnisfyrirkomulag: Spilað verður í riðlum í einliðaleik og fer sigurvegari hvers riðils áfram í útsláttarkeppni. Allir fá því a.m.k. tvo leiki í einliðaleik. Hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik og því einhverjir sem fá bara einn leik í þessum greinum.
Fer það eftir skráningu í mótið hvort keppni hefjist á föstudeginum eða laugardeginum. Nánari tímasetningar verða tilkynntar þegar allar skráningar hafa borist.
Í U11 fá allir þátttökuverðlaun en í öðrum flokkum eru aðeins veitt verðlaun fyrir 1. og 2. sæti.
Mótsgjöld:
U13-U19 - 2.200 kr fyrir einliðaleik og 2.000 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik.
U11 - 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.500 kr á mann fyrir tvíliða- og tvenndarleik.
Mótsgjöld þarf að leggja inná reikning BH eigi síðar en á mánudeginum eftir mótið eða semja um greiðslufrest. Reikningur BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3090
Skráning: Skráning BH-inga fer fram á þessu eyðublaði og lýkur mánudaginn 3.apríl: https://forms.gle/TXreHcZ6xdo8dwfA9
Athugið að með því að senda inn skráningu í mótið samþykkir keppandi og/eða hans aðstandandi að nafn hans og kennitala birtist á mótavef Badmintonsambandsins, tournamentsoftware.com.
Þau sem ekki komast á Íslandsmót unglinga geta sett þessi mót í dagatalið hjá sér en þetta eru síðustu mót vetrarins:
Meistaramót Íslands - fullorðinsmót fyrir 15 ára og eldri vana spilara - 26.-29.apríl 2023
Bikarmót BH - U13-U19 - 5.-7.maí 2023
Snillingamót BH - U9-U11 - 6.-7.maí 2023
Comments