top of page
Search

Íslandsmót öldunga í Strandgötu föstudag og laugardag

Updated: Nov 23, 2021



Föstudaginn 19.nóvember og laugardaginn 20.nóvember fer Íslandsmót öldunga fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Um 50 badmintonspilarar 35 ára og eldri taka þátt í mótinu, þar af 13 BH-ingar.


Á föstudaginn verður spila klukkan 18-21 og laugardag kl.10-17. Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Keppendur eru beðnir að mæta í hús amk 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma og passa uppá persónubundnar sóttvarnir.


Mótið verður í beinni útsendingu á Youtuberás Badmintonsambands Íslands og eru áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með á rásinni.


Grímuskilda er í húsinu fyrir áhorfendur og keppendur milli leikja þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra regluna við óskilda. Áhorfendur eru leyfðir á mótinu en mikilvægt að þeir gangi inn um aðal inngang (sem snýr út að kirkjunni) og noti salerni í kjallara. Áhorfendur mega ekki fara inná svæði keppenda, þjálfara og starfsmanna á mótinu en þeir nota inngang sem snýr að sjónum og salerni í búningsklefum. Allir eru hvattir til að taka hraðpróf áður en þeir mæta í húsið.



Hólfaskipting í íþróttasalnum á Íslandsmóti öldunga 2021 í Strandgötu.

Mjög mikilvægt að láta vita strax ef einhver forföll koma upp. Hefur mikil áhrif á dagskrá í svona fámennu móti ef einhverjir detta út.


Mótsgjöld eru 3.500 kr fyrir einliðaleik og 3.000 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik. BH-ingar þurfa að leggja mótsgjöld inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: 0545-26-5010, kt.501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun!


Comments


bottom of page