top of page
Search

Íþróttahátíð Hafnarfjarðar

Miðvikudaginn 27.desember fór Íþróttahátíð Hafnarfjarðar fram hjá okkur í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Þar veitti Hafnarfjarðarbær Íslandsmeisturum úr hafnfirskum íþróttafélögum viðurkenningar auk þess sem íþróttafólk bæjarins var valið.


Badmintonfólkið Gabríel Ingi Helgason og Gerda Voitechovskaja og borðtennismaðurinn Magnús Gauti Úlfarsson úr BH voru tilnefnd sem íþróttafólk Hafnarfjarðar 2023 en voru ekki kjörin að þessu sinni. Titlana hlutu sundmaðurinn Anton Sveinn og handknattleikskonan Elín Klara. Þá var karlalið BH í borðtennis eitt af þremur liðum sem tilnefnt var sem lið ársins en það var lið Frjálsíþróttadeildar FH sem var valið.


Eftirfarandi BH-ingar urðu Íslandsmeistarar árið 2023 og fengu viðurkenningu á hátíðinni.


Íslandsmeistarar unglinga í badminton:

  • Gabríel Ingi Helgason, U19A einliðaleikur, tvíliða- og tvenndarleikur

  • Katla Sól Arnarsdóttir , U15 A einliðaleikur og tvíliðaleikur

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, U19A tvíliðaleikur


Íslandsmeistarar í fullorðinsflokkum í badminton:

  • Anna Lilja Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna í 1. Deild

  • Elín Helga Einarsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna í 2. Deild

  • Gerda Voitechovskaja, Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna Úrvalsdeild (efsta deild)

  • Jón Sverrir Árnason, Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í 2. Deild

  • Jón Víðir Heiðarsson, Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í 2. Deild

  • Katla Sól Arnarsdóttir, Íslandsmeistari í einliðaleik og tvíliðaleik kvenna í 1. Deild

  • Lena Rut Gígja, Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna í 2. Deild


Íslandsmeistarar í öldungaflokkum í badminton:

  • Anna Lilja Sigurðardóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna 45+A

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, Íslandsmeistari í tvenndarleik 35+B

  • Kári Þórðarson, Íslandsmeistari í tvenndar- og tvíliðaleik 35+B

  • Sólveig Ósk Jónsdóttir, Íslandsmeistari í tvenndarleik 45+B

  • Svavar Ásgeir Guðmundsson, Íslandsmeistari í tvenndarleik 45+B og tvíliðaleik 35+B

Íslandsmeistarar í borðtennis:


  • Birgir Ívarsson, Íslandsmeistari í liðakeppni karla

  • Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Íslandsmeistari í liðakeppni karla

  • Magnús Gauti Úlfarsson, Íslandsmeistari í liðakeppni karla

  • Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Íslandsmeistari í liðakeppni karla

  • Alexander Chavdarov Ivanov, þrefaldur Íslandsmeistari unglinga

  • Hergill Frosti Friðriksson, Íslandsmeistari unglinga

  • Sól Kristínardóttir Mixa, þrefaldur Íslandsmeistari unglinga


Nánari frétt um hátíðina má finna hér á vef Fjarðarfrétta.


Glæsilegir fulltrúar BH á Íþróttahátíðinni 2023. Ljósmynd frá Fjarðarfréttum.
Glæsilegir fulltrúar BH á Íþróttahátíðinni 2023. Ljósmynd frá Fjarðarfréttum.


Comments


bottom of page