top of page
Search

Æfingar hjá árgangi 2004 og eldri hefjast í dag með takmörkunum

Allir iðkendur fæddir 2004 og eldri mega hefja æfingar í dag mánudaginn 26.október. Athugið þó að þessar æfingar eru með miklum takmörkunum sem allir þurfa að kynna sér vel.


Eingöngu má spila einliðaleik (vegna 2 metra reglunnar sem er í fullu gildi innan vallar sem utan) og það verða að vera tvær kúlur í hverjum leik (engir sameiginlegir snertifletir leyfilegir). Það þarf því að merkja kúlurnar sem notaðar eru og hver má bara koma við og gefa upp með sinni kúlu, ýta má kúlu andstæðingsins með spaðanum en ekki koma við hana. Auðvitað er bæði hægt að spila einliðaleik á heilum og hálfum velli en samt mega bara vera 2 á hverjum velli til að hægt sé að tryggja 2 m regluna.


Aðeins mega 20 vera í salnum í einu, engin blöndun milli hópa og sótthreinsa þarf snertifleti á milli hópa. Til að þetta gangi upp þurfum við að hafa 15 mínútur á milli allra æfinga. Þess vegna eru æfingatímar aðeins breyttir frá því sem venja er og eiga allir að vera búnir að fá tölvupóst með upplýsingum um sinn tíma. Mjög mikilvægt að virða það að mæta aðeins 5 mínútum fyrir sinn æfingatíma í hús og yfirgefa húsið strax að honum loknum svo að hægt sé að sótthreinsa og gera klárt fyrir næsta hóp. Búningsklefar eru lokaðir og því þurfa allir að koma klæddir í íþróttaföt og með fulla vatnsbrúsa.


Eins og venjulega treystum við á það að fólk síni almenna skynsemi. Haldi sig heima ef það er með kvefeinkenni eða í sóttkví eða einangrun. Passi uppá að spritta sig fyrir og eftir æfingar og sé ekki að koma við neitt að óþörfu.


Hér á badminton.is má finna sóttvarnarreglur BSÍ sem farið er eftir við framkvæmd æfinga í badminton.


Við hvetjum þau sem eru fædd 2005 og yngri (og aðra sem komast ekki í Strandgötu) til að nýta sér zoom æfingarnar á mánudag og miðvikudag kl.17-18 og hlaupaáætlunina sem send var í tölvupósti á föstudaginn. Bæði æfingarnar á zoom og hlaupin eiga að henta vel fyrir U13 og eldri. Hvetjum U11 og yngri til að kíkja á hugmyndir af heimaæfingum hér og vera dugleg að nýta góða veðrið í að fara út að leika.


Vonandi verður svo hægt að hefja hefðbundna æfingatöflu þriðjudaginn 3.nóvember en við látum vita með það þegar nær dregur. Við erum heppin með það að okkar íþróttagrein er snertilaus og ekki hætta á smiti ef allir fara eftir reglum.


Mikilvægt er að allir virði 2 metra regluna bæði innan vallar og utan.

Comments


bottom of page