Æfingar hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar hefjast á ný eftir stutt jólafrí mánudaginn 3.janúar 2022. Æfingatafla í badminton verður sú sama og fyrir áramót en æfingatafla í borðtennis er enn í vinnslu.
Skráning er í fullum gangi í Sportabler. Þau sem skráðu sig allan veturinn í haust þurfa ekki að skrá sig aftur, aðeins þau sem skráðu sig einungis á haustönn og nýir iðkendur.
Gleðilega hátíð og takk fyrir góðar stundir á árinu 2021.
Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát á nýju ári.
Comments