Helgina 4.-6.mars verður Íslandsmótið í borðtennis haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Vegna þess falla allar æfingar niður á sunnudaginn. Á föstudaginn bjóðum við hópunum sem eiga æfingar þann dag að koma í staðinn niður í rækt í stuttan þrekhring og spjall. Æfingatímar verða þeir sömu og venjulega á föstudögum en bara niðri í rækt í staðinn fyrir að vera upp í stóra sal. U9 hópnum bíðst að fá aukaæfingu þriðjudaginn 8.mars kl.15-16 í staðinn fyrir sunnudagsæfinguna sem fellur niður og U13 hópurinn getur fengið aukaæfingu fimmtudaginn 3.mars kl.18:30-20:00. U11 hópurinn getur fengið aukaæfingu föstudaginn 11.mars kl.16:00-17:00.
Þessa sömu helgi verða rúmlega 30 BH-ingar að keppa á Landsbankamóti ÍA á Akranesi. Dagskrá mótsins verður birt í síðasta lagi á fimmtudaginn.
Hvetjum þau sem eru í bænum og langar að sjá besta borðtennisfólk landsins etja kappi til að kíkja við í Strandgötu. Keppni hefst á föstudaginn klukkan 18 og stendur yfir til klukkan 16 á sunnudag. Fjölmargir BH-ingar verða þar í eldlínunni m.a. nokkrir badmintonspilarar sem ætla að prófa að keppa í 2.deildinni. Smellið hér til að skoða dagskrá.
Comentários