Æfingar hjá iðkendum á grunnskólaaldri hófust í gær miðvikudaginn 18.nóvember. Iðkendur 16 ára og eldri þurfa því miður að bíða aðeins lengur eftir því að fá að mæta í Strandgötun og því skorum við á þá að taka þátt í nýrri BH áskorun sem fer af stað í dag og stendur til 1.desember.
Til að komast í verðlaunapottinn í BH áskoruninni þarf að fara að minnsta kosti 66 km gangandi eða hlaupandi á næstu 13 dögum og skrá það í Strava. Það geta allir verið með því það er engin krafa um hraða, bara setja Strava í símann og skella sér af stað. Einnig er hægt að taka þátt í æfingu dagsins til að eiga meiri möguleika á verðlaunum en það er engin skilda.
Nánari upplýsingar má fá í Facebook grúppunni BH áskorun - 2004 og eldri.
Það hefur líklega aldrei verið eins mikilvægt að vera duglegur að hreyfa sig og huga að heilsunni eins og nú. Svo er líka svo mikið skemmtilegra að mæta aftur í badminton með líkama og sál í góðu formi. Hvetjum því alla BH-inga fædda 2004 og eldri til að vera með.
Comments