top of page
Search

Áskoranir í samkomubanni


Minnum iðkendur á áskoranirnar sem allir voru hvattir til að vera duglegir að sinna í samkomubanninu. Núverandi takmarkanir gilda til fimmtudagsins 15.apríl og vonumst við til þess að hægt verði að hefja starfið af fullum krafti aftur föstudaginn 16.apríl.


Þjálfarar útbjuggu tvær áskoranir fyrir iðkendur og er als ekki of seint að byrja á þeim.


Páskaáskorunin á myndinni hér fyrir neðan er fjölbreytt og skemmtileg afþreying sem má alveg gera þó páskarnir séu búnir. Hentar líklega best fyrir U9, U11, U13 og U15 hópana okkar en það mega að sjálfsögðu allir taka þátt. Þetta eru 16 mismunandi verkefni sem tilvalið er að vinna í æfingahléinu. Þau sem klára allt fara í pott og eiga möguleika á verðlaunum. Smellið hér til að finna prentvæna pdf útgáfu af páskaáskoruninni. Þau sem eru ekki með prentara geta líka búið til sitt eigið blað með 16 reitum og skrifað í þá.


Stravaáskorunin okkar hentar vel fyrir U15 og eldri en yngri mega að sjálfsögðu taka þátt ef þau vilja. Skorum á iðkendur að fara út að ganga, hlaupa eða hjóla að minnsta kosti 3 km á dag og skrá hreyfinguna í Strava. Þau sem skrá sig í klúbbinn Badmintonfélag Hafnarfjarðar á Strava og fara amk 3 km á dag að meðaltali þar til æfingar byrja aftur fara í pott og geta átt möguleika á verðlaunum.댓글


bottom of page