top of page
Search

Áframhaldandi æfingahlé

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttamannvirki og sundlaugar á vegum sveitarfélaganna verða lokuð áfram. Þessi ákvörðun verður endurskoðuð að viku liðinni, í takt við álit sóttvarnalæknis.


Það verður því áframhaldandi æfingahlé hjá okkur í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar vonandi bara til 27.október en mögulega til 3.nóvember.


Nú þurfum við öll að standa saman við að hvetja hvert annað til að nýta góða veðrið í að fara út að hlaupa eða ganga. Hvetjum iðkendur til að sinna vel andlegri og líkamlegri heilsu t.d. með því að fara út að hlaupa eða ganga í a.m.k. 30 mínútur á dag. Þá er einnig tilvalið að rifja upp heimaæfingarnar okkar frá því í vor.


Badmintonæfingar:

Líka hægt að skoða ofangreindar æfingar á Youtuberás Badmintonfélags Hafnarfjarðar.

Aðrar góðar æfingar eða leikir:

Við eigum badmintonnet sem við keyrum gjarnan frítt heim til þeirra sem geta nýtt sér þau. Hafið endilega samband í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com ef þið viljið fá slíka heimsendingu. Þá bendum við einnig á vefverslun RSL þar sem hægt er kaupa spaða og kúlur í öllum verðflokkum og fá BH-ingar 20% afslátt með því að nota kóðann BH.

Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað. Þetta tímabil gengur yfir.





Comments


bottom of page